Laust pláss í nokkur námskeið á vegum Sumar TÍM

Nú er Sumar T.Í.M., sem heldur utan um skráningu barna (f.1998-2004) í íþróttir og tómstundir, rúmlega hálfnað og hefur verið mikið fjör hjá börnunum í íþróttum og námskeiðum. Við viljum minna foreldra á að hægt er að bæta við námskeiðum og íþróttum fyrir börnin sín.

Ennþá er laust í nokkur námskeið, en þau eru:
Vika 6 (12-15.júlí) Eldri hópur, fædd 1998-2001 (8.10-9.40): Kofabyggð, Götukörfubolti, Dans og Ljósmyndanámskeið. Yngri hópur, fædd 2002-2004 (10.10-11.40): Kofabyggð, Dans og Litir og spil.
Vika 7 (19-22.júlí) Eldri hópur, fædd 1998-2001 (8.10-9.40): Hjólreiðar, Þæfing og TrommuRokk Yngri hópur, fædd 2002-2004 (10.10-11.40): Hjólreiðar, Þæfing og TrommuTrall.
Vika 8 (26-29.júlí) Eldri hópur, fædd 1998-2001 (8.10-9.40): Veiði. Yngri hópur, fædd 2002-2004 (10.10-11.40): Hárgreiðsla.
Einnig geta foreldrar skráð börnin sín í íþróttir eða bætt við vikum fyrir þau. Þær íþróttir sem boðið er uppá eru fótbolti, karfa, frjálsar og fimleikar fyrir alla aldurshópana í allt sumar.  Golf er í boði kl. 8.10 fyrir börn fædd 2002-4. Sundæfingar fyrir 1998-2001 eru klukkan 10.10. Einnig hefst tveggja vikna Reiðnámskeið 19.júlí sem enn er laust í og Siglinganámskeið hefst 9.ágúst sem enn er hægt að skrá sig í það því nokkur pláss eru enn laus.
Til þess að skrá börn í Sumar TÍM eða bæta við vikum í íþróttir eða tómstundir skulu foreldrar hafa samband við Ingva Hrannar á netfangið tim@skagafjordur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir