Laun bæjarstjóra áttu ekki að koma á óvart

Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, á rétt á fjögurra mánaða biðlaunum eftir að ráðningarferli hans lýkur en Jóna Fanney, fyrrverandi bæjarstjóri, átti rétt á  6 mánaða biðlaunum. Sé þessi munur dreginn frá þeirri upphæð sem í dag munar á launum þessara tveggja embættismann stendur eftir munur upp á u.m.þ.b. 30 þúsund á mánuði eða um 4%.

Jóna Fanney hefur stefnt bænum fyrir greiðslu á tæpum þremur milljónum króna en hún átti sjálf sæti í þeim meirihluta er gekk frá samningi við Arnar Þór. -Þegar við sömdum við Arnar voru uppi allt aðrar aðstæður í þjóðfélaginu en þegar samið var við Jónu Fanneyju auk þess sem við vorum einungis að semja við Arnar til tveggja ára en ekki fjögurra líkt og þegar samið var við Jónu, segir Valgarður Hilmarsson.

Aðspurður segir Valgarður að miðað við að Jóna hafi hætt fyrirvaralaust hafi verið gert mjög vel við hana og hún verið á launum út árið 2007 en hún hætti í október. En vissi Jóna ekki hvernig samningum við Arnar var háttað? -Hún átti að vita þetta, segir Valgarður.

Við þetta má bæta að í veikingaleyfi Jónu Fanneyjar snemma árs 2007 var ráðinn afleysingarbæjarstjóri, Hulda Ragnheiður Árnadóttir  sem var með 900 þúsund í mánaðarlaun og gengdi stöðu fjármálastjóra samhliða stöðu bæjarstjóra  á móti 750 þúsund króna mánaðarlaunum Arnars Þórs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir