Lánsfé er hvergi til í heiminum

Treglega hefur gengið að afsetja gærur frá síðustu sláturtíð þó svo að verð séu lág og gengið hagstætt til útflutnings.
Að sögn Gunnsteins Björnssonar hjá Sjávarleðri, móðurfyrirtæki Loðskinns og Sauðskinns á Sauðárkróki sem sér um sölu á söltuðum gærum til útflutnings, er um fjórðungur gæranna seldur.

Samið hefur verið um sölu á fjórðungi í viðbót en helmingurinn er óseldur. -Lánsfé er hvergi til í heiminum, segir Gunnsteinn og segir að það sé ekki vandamálið að selja, heldur að fá greitt fyrir vöruna. –Þeir sem áður voru að taka 10 gáma í sendingu plokka nú einn og einn gám.

Með afsetningu á fiskroðum segir Gunnsteinn það ganga betur. –Það er ekki sjálfgefið að verði samdráttur þar því við lifum á tískunni með roðin. Tískan bregst við kreppunni á mismunandi hátt og við þurfum að vera vakandi fyrir því hvernig það gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir