Lamb að hætti sauðfjárbóndans

Það voru sauðfjárbændurnir Gréta B Karlsdóttir og Gunnar Þorgeirsson á Efri – Fitjum í Vestur Húnavatnssýslu sem buðu lesendum Feykis upp á uppskriftir vikunnar í apríl 2007. Þau skoruðu á Guðrúnu Hálfdánardóttur og Gunnlaug Guðmundsson, stórbændur og vélaverktaka á Söndum að koma með næstu uppskriftir.

Forréttur
Laxafiðrildi með Estragonedikssósu (fyrir 4)

  • 400g nýtt laxaflak
  • svartur pipar
  • 1 msk. söxuð steinselja
  • Estargon-edikssósa
  • 1msk fínt saxaður rauðlaukur
  • 1msk fínt söxuð rauð paprika
  • 2 msk estragon-edik
  • 1 dl ólífuolía
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk ferskt, saxað estragon

Laxinn skorið í mjög þunnar sneiðar og honum raðað á disk, þannig að hann myndi fiðrildi, fjórar sneiða á disk. Hrærið edikssósunni saman og setjið u.þ.b. eina tsk. á hverja sneið og myljið svartan pipar yfir. Skreytt með graslauk og salati.

Aðalréttur
Lambafile (fyrir 4)

  • 4 stk lambafile
  • 2-3 msk “Best á lambið” (krydd)
  • 2 tsk dijonsinnep
  • BBQ sósa
  • ólífuolía
  • smá salt

Blandið kryddleginum saman. Hann á að vera nokkuð þykkur. Penslið kjötið með honum og pakkið inn í álpappír. Geymið í ísskápnum í 1-2 klst. Takið út um 1 klst áður en eldun á sér stað. Hitið grillið, má nota grillið í ofninum. Gott að skera kjötið í litla bita og þræða upp á grillpinna. Grillið í um 5- 10 mín ekki gegnum elda það.

Eftirréttur
Sænska tertan

  • 220 gr sykur
  • 4 stk eggjahvítur
  • 1 bréf (37g) vanillubúðingur (Dr.Oetker)
  • 1 tsk lyftiduft
  • Möndluflögur
  • ¼ - ½ l rjómi
  • 1-2 öskjur bláber

Sykur og eggjahvítur stíf-þeyttar. Búðingur og lyftiduft hrært varlega saman við með sleif. Smurt á ofnplötu sem búið er að klæða með bökunarpappír. Búið til 26 cm hring með marengsinum og stráið möndluflögunum yfir. Bakið við 150°C í um 1 klst, aðeins misjafnt milli ofna. Kælið botnana, síðan settir saman með þeyttum rjóma og bláberjum á milli. (Tertan er best eins daga gömul)

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir