Lagið Draumraddir Norðursins í spilun á útvarpsstöðvum
Samstarfsverkefni Söngskóla Alexöndru, tónlistarskóla Austur og Vestur Húnavatnssýslu um stofnun stúlknakórs Norðurlands vestra hefur farið vel af stað. Í febrúar var lagið „Draumaraddir norðursins“ tekið upp af Sorin Lazar og fer það í næstu viku á útvarpsstöðvar til spilunar.
Lagið er úkraínskt en textann samdi Hilmir Jóhannesson. Stúlkurnar í kórnum eru um 60 talsins á aldrinum 10-16 ára. Þær æfa á fjórum stöðum; Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki og einu sinni í mánuði æfa þær allar saman.
Söngkennarar eru; Elínborg Sigurgeirsdóttir á Hvammstanga, Þórhallur Barðason á Blönduósi, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Skagaströnd og Alexandra Chernyshova á Sauðárkróki.
Listrænn stjórnandi er Alexandra Chernyshova.
Upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðunni, www.dreamvoices.is
Hér fyrir neðan er hægt að heyra lagið Draumraddir Norðursins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.