Lagfærð tímasetning á aðventutónleikum Jólahúna

Frá aðventutónleikum í Ásbyrgi 2015. Mynd: Norðanátt.
Frá aðventutónleikum í Ásbyrgi 2015. Mynd: Norðanátt.

Í frétt sem segir frá aðventutónleikaröð Jólahúna og hefst á Skagaströnd þann 2. desember, slæddist inn lítil villa sem rétt er að leiðrétta. Tónleikarnir sem verða á Laugabakka 4. desember hefjast klukkan 17:00 en ekki 16:30 eins og áður hafði verið ritað.

Tónleikarnir Jólahúna á Skagaströnd hefjast klukkan 21 föstudaginn 2. Desember og sama tímasetning er kvöldið eftir á Blönduósi. Á sunnudag verða haldnir tvennir tónleikar Laugarbakka, klukkan 13:30 og 17:00.

Skúli Einarsson á Tannstaðabakka, einn af umsjónarmönnum tónleikanna vill hvetja Skagfirðinga til að safnast saman í bíla og kíkja yfir fjallið og njóta góðrar tónlistarveislu. Hann segir kominn tími til að auka samvinnu milli svæðanna og að fólk mæti á viðburði hvert hjá öðru og lofar hann góðri skemmtun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir