L listi hugsanlega ógildur

MBl segir frá því að formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis segi að Lýðræðishreyfingin hafi fengið frest til að laga framboðlista hreyfingarinnar í kjördæminu. Þar skipar Jón Pétur Líndal efsta sætið. Hvað varðar önnur sæti þá eiga kjósendur að raða í þau sjálfir. Þetta er hins vegar ekki leyfilegt enda ekki búið að leyfa persónukjör. Kjörstjórn mun úrskurða í málinu í dag.

Á listanum eiga að vera 18 nöfn eða tvöföld tala þingmanna kjördæmisins og hefur hreyfingin skilað slíkum nafnalista. Hins vegar hefur aðeins einn verið skipaður í ákveðið sæti.

„Það er búið að skila 18 nöfnum en hinir eru í stafrófsröð. Við munum úrskurða um þetta á morgun. Ég held að þetta sé eitthvað sem við þurfum að skoða í öllum kjördæmum,“ segir Ríkharður Másson, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, í samtali við mbl.is.

„Þau hafa fengið frest til að laga sitt,“ segir Ríkharður. Hann segist hins vegar aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá Lýðræðishreyfingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir