Kúabændur vilja lægri vexti nú þegar

 Aðalfundur félags kúabænda í A-Hún lýsir í ályktun fundarins þungum áhyggjum af því fjármagnsokri sem landbúnaður og aðrar atvinnugreinar standa frammi fyrir.

Töldu fundarmenn að það starfsumhverfi sem bændum er boðið sé óviðunandi og skora á ríkisvaldið meðal annars að lækka vexti nú þegar. Þá telur fundurinn að það matvælafrumvarp sem liggur fyrir alþingi veiki stöðu landbúnaðar m.a. með innflutningi á matvælum og telur mjög brýnt að endurskoða frumvarpið og gera nýjan samning við Evrópusambandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir