KS eignast 93% í Kjarnafæði-Norðlenska
Nú í júlíbyrjun keypti Kaupfélag Skagfirðinga hlut Eiðs og Hreins Gunnlaugassona í fyrirtækinu Kjarnafæði-Norðlenska en samanlegt áttu þeir bræður 57% í kjötvinnslunni. Þá stóðu eftir 43% Búsældar sem er í eigu yfir 400 bænda. Samkvæmt frétt RÚV ákvað meirihluti bændanna að selja KS sinn hlut.
Kaupfélag Skagfirðinga eignast því að óbreyttu 93% í Kjarnafæði-Norðlenska. Hluthafar í Búsæld höfðu frest þangað til sl. þriðjudag til að taka afstöðu til sölunnar. Ríkisútvarpið segir að 85% bændanna hafi ákveðið að selja KS sinn hlut en rúm 13% hafi enn ekki tekið afstöðu. Haft er eftir Gróu Jóhannsdóttur, formanni Búsældar, að 13 bændur hafi ákveðið að selja ekki hlut sinn og tveir hafa ákveðið að selja hluta af eign sinni en 328 ætla að selja alla sína eign.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.