KS Deildin í kvöld

Fyrsta keppniskvöld KS deildarinnar verður haldið í kvöld og hefst kl. 20.00. Keppt verður í fjórgangi og mikil spenna hefur myndast í kringum keppnina. Hafa  knapar lagt mikið í sölurnar með hestakost og æfingar. Í Svaðastaðahöllinni hafa sést glæsileg tilþrif og ljóst er að keppnin verður geysisterk.

Sýnt verður frá keppninni í Sjónvarpinu en Árni Gunnarsson sem framleiðir þættina sagði við Feyki.is að um 20 mínútna þætti er að ræða. –Þættirnir heita Dansað á fáksspori og eru sjálfstæðir þættir sem fjalla um ýmislegt annað hestatengt en KS Deildina. Fyrsti þátturinn verður sýndur fimmtudaginn 5. mars og hefst um kl. 18:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir