Króksverk ehf. með lægsta tilboð

BB segir frá því að Króksverk ehf. frá Sauðárkróki átti lægsta tilboð í efnisvinnslu í Bitrufirði á Ströndum, en þar er um að ræða mölun á efra burðarlagsefni og klæðingarefni í einni námu.

 Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæpar 23,8 milljónir króna en áætlaður verkkostnaður var tæpar 33,5 milljónir króna. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí í sumar, en fréttaritari Strandamanna telur líklegt að nota eigi efnið í bundið slitlag í Bitrufirði þar sem unnið var að breikkun vegarins í fyrrahaust á vegum Vegagerðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir