Kristinn H yfirgefur Frjálslynda
Vísir greinir frá því að Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta kom fram í bréfi sem hann sendi forseta Alþingis og var lesið upp við setningu þingfundar fyrir stundu.
Kristinn sem um tíma var þingflokksformaður flokksins er annar þingmaðurinn sem segir sig úr flokknum á skömmum tíma. Jón Magnússon hætti í flokknum fyrir skömmu og gekk yfir í Sjálfstæðisflokkinn.
Kristinn hefur áður setir á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagið.
Þetta þýðir að Grétar Mar Jónsson og Guðjóna Arnar Kristjánsson eru nú einu þingmenn flokksins.
Guðjón er reyndar í fríi frá þingstörfum og Ragnheiður Ólafsdóttir varaþingmaður hefur tekið sæti hans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.