Kristinn H genginn til liðs við Framsóknarflokkinn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.02.2009
kl. 14.22
Samkvæmt heimildum Feykis.is gengu Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, og eiginkona hans, Elsa Friðfin
nsdóttir, til liðs við Framsóknasflokkinn í gærkvöld.
Á flokksskrifstofu Framsóknar fengust þau svör að ekki væri heimilt að gefa upp hverjir væru skráðir í félagasamtök. Sjálfur sagði Kristinn að ekki væri tímabært að koma með yfirlýsingu þess efnis hvað hann ætlaði sér en yfirlýsingar væri að vænta síðar í dag.
Samkvæmt heimildum vefsins mun Kristinn sækjast eftir 1 eða 2 sæti á lista Framsóknar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.