Krakkamót UFA
Krakkamót UFA í frjálsíþróttum, fyrir 14 ára og yngri, fór fram í Boganum á Akureyri laugardaginn 21. mars. Keppendur voru rúmlega hundrað og UMSS sendi 13 keppendur til leiks.
Af úrslitum:
Flokkur 8 ára og yngri:
Berglind Gunnarsdóttir sigraði í 60m, varð 2. í langstökki og 3. í boltakasti.
Flokkur 9-10 ára:
Valdís Valbjörnsdóttir sigraði í 60m.
Viðar Örn Ómarsson varð 2. í boltakasti.
Halldór Broddi Þorsteinsson 3. í langstökki.
Flokkur 11-12 ára:
Fríða Isabel Friðriksdóttir varð 2. í 60m og langstökki.
Daníel Logi Þorsteinsson 3. í langstökki.
Flokkur 13-14 ára:
Þorgerður Bettína Friðriksdóttir varð 3. í 60m grindahlaupi.
Allir krakkarnir sem kepptu fyrir UMSS á þessu móti stóðu sig mjög vel og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Til hamingju krakkar !
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.