Krækjur í 3. sæti í blakinu
Í ár tók blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki í fyrsta skipti þátt á Íslandsmóti BLÍ. Krækjur kepptu í 3.deild þar sem spilað er í nokkrum riðlum um landið og spiluðu þær í norðurriðli. Spilaðir voru 6 leikir, 3 úti og 3 heima það er skemmst frá því að segja að Krækjur luku keppni í riðlinum með fullt hús stiga.
Daganna 20.-21. mars var leikið til úrslita í 3.deild á Álftanesi, þar sem efstu lið úr hverjum riðli spiluðu um fyrstu 6 sætin á Íslandsmótinu. Eftir mjög jafna og skemmtilega keppni urðu Krækjurnar í 3. Sæti En þess má geta að Krækjur spiluðu alla sína 5 leiki á laugardag meðan önnur lið spiluðu 2 leiki á föstudag og 3 á laugardag.
Krækjur vilja koma á framfæri kærri þökk til Sparisjóðs Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga fyrir veittan stuðning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.