Kótelettur, skemmtun og harmonikkuball
Föstudaginn 18. október ætlar Eldridansaklúbburinn Hvellur að halda upp á 35 ára afmælið sitt með skemmtun í Ljósheimum. Boðið verður upp á kótelettur og meðlæti, kaffi og eftirrétt að hætti húsráðenda. Borðhaldið hefst kl 19:00. Gunnar á Löngumýri stjórnar borðhaldi og skemmtir og danshópur sýnir línudans. Að skemmtun lokinni og til miðnættis verður ball, þar sem Aðalsteinn Ísfjörð, Elín frá Egg og Guðmundur Ásgeirsson þenja nikkurnar og Sigurður Baldursson slær taktinn á trommurnar.
Þó skemmtunin sé haldin af Hvell þá eru allir velkomnir óháð því hvort þeir eru félagsmenn eða ekki, ungir eða gamlir.
Aðgangseyrir fyrir mat, skemmtun og ball er 5.000 kr, en ef einhver ætlar eingöngu að mæta á ball þá kostar það 2.000 kr. Helga s. 4538187, Valdís s. 4538340 og Steinunn s. 8469014 taka við pöntunum á skemmtunina fram á sunnudag 13. október.
Nú er ástæða til að taka fram dansskóna, fá sér gott að borða og dansa svo eins og enginn sé morgundagurinn. Ekki verður posi á staðnum og því nauðsynlegt að koma við í bankanum áður en haldið er af stað. Hlátur og dans eru holl og góð líkamsrækt í heilsueflandi samfélagi.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.