Kótilettukvöld framundan
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
07.02.2018
kl. 14.37
Fyrsta kótilettukvöld ársins hjá Frjálsa kótilettufélaginu í Austur-Húnavatnssýslu er nú framundan en áformað er að það verði haldið í Eyvindarstofu á Blönduósi laugardaginn 3. mars næstkomandi. Veislustjóri verður Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum og Helga Bryndís Magnúsdóttir og Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson mæta með harmonikku og gítar og leiða söng ásamt eldhressum saumaklúbbskonum frá Dalvík. Það ætti því að vera óhætt að gera ráð fyrir góðri skemmtun þetta kvöld auk fyrirtaks veitinga.
Eins og venjan er munu
Björn Þór Kristjánsson og hans fólk á veitingastaðnum B&S Restaurant sjá um kótiletturnar og meðlætið og að sjálfsögðu kemur kjötið allt frá SAH-Afurðum.
Frjálsa kótilettufélagið tók til starfa haustið 2014 og hafa kótilettuveislur þess notið mikilla vinsælda. Enn eru nokkur sæti laus þann 3. mars og hægt er að panta
miða hjá Valdimar Guðmannssyni, formanni félagsins, t.d. með skilaboðum á Facebook.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.