Kosningastjóri Samfylkingar gengur í VG
mbl.is segir frá því að Gunnar Sigurðsson, stjórnmálafræðingur og kosningastjóri Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi fyrir tveimur árum, sækist eftir öðru sæti á lista VG í forvali Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fram fer 7. mars.
Í tilkynningu frá Gunnari segir, að þótt grunnstoðir hugmyndafræði Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs hafi ekki beðið skipsbrot hafi óskir almennings um ferska vinda í íslensk stjórnmál náð eyrum flokksins. Flokksfélagar þurfi því að vanda val sitt og blanda þeirri miklu reynslu, í því fólki sem skipar framvarðasveit flokksins, saman við ferska og nýja vinda sem sækjast eftir forystusætum í flokknum.
Gunnar Sigurðsson er 36 ára og lýkur mastersnámi í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands í vor. Kona Gunnars er Agnes Guðjónsdóttir, lögfræðingur og saman eiga þau dreng, en fyrir átti Gunnar eina dóttir.
Heimild: mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.