Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins opnuð á Hvammstanga
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Hvammstanga var opnuð fyrir helgi. Ásbjörn, Birna, Sigurður og Júlíus voru á staðnum og ræddu við gesti um þau málefni sem á þeim brenna.
Þar ber helst að nefna efnahags-, landbúnaðar-, sjávarútvegs-, og önnur atvinnumál. Einnig var rætt um stöðu flokksins og baráttuna framundan. Aron Óli 5 ára var yfirmaður í eldhúsi og bauð gestum upp á vöfflur og kaffi.
Kosningaskrifstofan er á Cafe Sírop og verður opin alla daga fram að kosningum sem hér segir:
Opið alla daga* til kosninga frá kl 17 til 21
*Fimmtudaginn 23 (sumardaginn fyrsta) verður opnað kl 16 og opið til 21
*Föstudaginn 24. Verður opið frá 17-22
*Kjördag verður opnað kl 10 og opið fram úr….
Nánari upplýsingar veitir Björn Líndal Traustason í síma 8648946
http://www.nordvesturland.is/web/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.