Lagt til að kosið verði um sameiningu 19. febrúar 2022

Á heimasíðunni Húnvetningur II – sameiningarviðræður Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps – kemur fram að það sé álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 19. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum.

Í fréttinni segir: „Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna. Kynningarstarf hefst formlega 8 vikum fyrir kjördag í samræmi við sveitarstjórnarlög, en kynningarefni berst íbúum í janúar og haldnir verða íbúafundir í aðdraganda kosninganna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir