Kortasjá af Skagafirði
Tenging í gjaldfrjálsa Kortasjá Skagafjarðar er komin á heimasíðu verkfræðistofunnar Stoð á Sauðárkróki. Þar er hægt að skoða loftmyndir af Sveitarfélaginu Skagafirði bæði af dreif- og þéttbýli.
Eyjólfur Þór Þórarinsson hjá Stoð segir að um samstarf við Loftmyndir ehf, í Reykjavík sé um að ræða. Þetta er hluti af því sem verkfræðistofan er að nota en einnig eru myndir af öllum lögnum en þær eru ekki aðgengilegar almenningi. Heimasíðan er http://www.stodehf.is/ þar sem hægt er að komast í kortasjána.
Mikið hefur verið að gera hjá Stoð undanfarin misseri en að sögn Eyjólfs eru nokkur verk á lokametrunum. Nú er verið að ljúka við verkstæði KS og einnig hjá Samlaginu. Verið er að leggja síðustu hönd á hönnun viðbyggingar Verknámshúss FNv. Það er að sögn Eyjólfs um hefðbundið iðnaðarhúsnæði að ræða, 580m2 og einfalt í sniðum og tengibygging við Verknámshúsið.
Meðal fleiri verkefna sem Verkfræðistofan Stoð er með á sinni könnu eru eftirlitsverk við nýbyggingar sem eru í smíðum s.s. Þroskahjálpar í Túnahverfi, Pósthús og leikskóli á Króknum og sundlaug á Hofsósi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.