Kormákur Hvöt leikur á Sjávarborgarvellinum í sumar!

Gunnar Páll Helgason frá Sjávarborg og Hörður Gylfason úr stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar skrifa undir samninginn. MYND AÐSEND
Gunnar Páll Helgason frá Sjávarborg og Hörður Gylfason úr stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar skrifa undir samninginn. MYND AÐSEND

Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og hinn rómaði veitingastaður Sjávarborg hafa með bros á vör skrifað undir samning þess efnis að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar leiktíðina 2024. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila.

Sjávarborg opnaði dyr sínar fyrir gestum árið 2015 og hefur síðan séð heimafólki og ferðalöngum fyrir hágæða mat með áherslu á íslenskt og ferskt hráefni - rétt eins og knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur alltaf lagt áherslu á að vera vettvangur fyrir knattspyrnumenn úr heimabyggð með ferskum erlendum íblöndunarefnum.

Í sumar munu fjórir meistaraflokksleikir fara fram á Sjávarborgarvellinum, auk leikja í yngri flokkum. Við minnum að sjálfsögðu alla sem leið sína leggja á þá leiki að koma við á Sjávarborg og gæða sér á gómsætum réttum og jafn gómsætu útsýni yfir Húnaflóann.

Meistaraflokksráð fagnar þessu samstarfi gríðarlega og sér í lagi þeirri staðreynd að enn einn máttarstólpinn í húnvetnsku menningar- og atvinnulífi sér hag sinn í því að styðja við bakið á liðinu okkar allra.

Áfram Sjávarborg og áfram Kormákur Hvöt!

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir