Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Orra og Veigar
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina efnilegu bræður Orra Má og Veigar Örn Svavarssyni um að leika með liðinu næstu tvö ár. Þetta eru sannarlega ánægjulegar fréttir enda nauðsynlegt að hlúa vel að ungum og upprennandi leikmönnum því þeir eru jú framtíðin.
Í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Tindastóls segir að Orri og Veigar hafi spilað upp alla yngri flokka með Tindastól og munu styrkja liðið mikið til framtíðar. Þeir hafa báðir verið í leikmannahópi mfl. Tindastóls síðustu tímbil og urðu Íslandsmeistarar með liði Tindastóls í sumarbyrjun.
Ef einhverjir kannast ekki við kappana þá má geta þess að foreldrar þeirr eru Kolbrún Marvia Passaro og Svavar Atli Birgisson, annar aðstoðarþjálfara Tindastóls síðustu tvö tímabil og slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.