Körfuboltaskólinn hlýtur styrk

Körfuboltaskóli Tindastóls fékk á dögunum styrk úr Styrktar- og menningarsjóði Norvikur, en Norvik rekur margar verslanir eins og Intersport, Byko og fleiri.

Körfuboltaskólinn verður starfræktur næsta vetur með svipuðu sniði og undanfarin ár. Ein opin kennslustund verður í viku hverri undir stjórn nýs yfirþjálfara körfuknattleiksdeildar, Borce Ilievski frá Makedóníu.

Hins vegar gefur styrkurinn tækifæri til þess að efla starfsemi skólans og námskeiðshalds hans og verður starfsáætlun körfuboltaskólans gefin út um leið og starfið hefst í haust.

Körfuknattleiksdeildin er afar þakklát fyrir framlag Norvikur, sem styrkir skólann nú í annað sinn á nokkrum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir