Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í heimsókn

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsótti Skagafjörð um síðusu helgi og söng m.a. fyrir nemendur 4. – 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki. Kórinn hefur verið starfandi frá 1967 og verið áberandi í íslensku tónlistarlífi.

Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir og tókst henni og krökkunum í kórnum að fanga athygli nemenda með líflegri framkomu og fjölbreyttu lagavali. Nokkrir kórfélagar léku á hljóðfæri í tveimur lögum og vakti það mikla hrifningu. Tónleikarnir voru hluti af söngferðalagi sem kórinn fór í dagana 28. – 30. mars þar sem sungið er á ýmsum stöðum í Skagafirði og Skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Þökkum við kórnum kærlega fyrir skemmtilega tónleika og vonumst til að sjá hann sem fyrst aftur á Norðurlandi.

/Árskóli.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir