Kjördæmisþing Samfylkingingarinnar
Laugardaginn næstkomandi heldur Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi.
Þar verður meðal annars valið hvaða leið verður notuð til uppstillingar á lista og hvernig prófkjörið fer fram.
Fundurinn er opin öllum félögum í Samfylkingunni og opið er fyrir skráningu á staðnum. Atkvæðisrétt hafa kjörnir fulltrúar aðildafélaga víðsvegar úr kjördæminu.
Dagskrá Kjördæmisþings í Borgarnesi, 21.02.09
Haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar
12:00 Fundur settur
· Kosning fundarstjóra
· Kosning fundarritara
12:30 Matarhlé, súpa og brauð í boði kjördæmisráðs.
13:15 Leið valin til uppstillingar á lista Samfylkingarinnar í NV
kjördæmi
15:00 Kaffihlé
15:30 Almennar stjórnmálaumræður
16:30 Kynning frambjóðenda
17:30 Fundi slitið
Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem haldið var á Akureyri 15. febrúar var samþykkt að fara í opið prófkjör. Kosið verður um átta efstu sætin og skal kynjaregla flokksins gilda þ.e. að annað kynið hafi ekki minna en 40% sæta framboðslistans. Einstaklingar af sama kyni skipi þó aldrei fleiri en tvö sæti í röð.
Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið var 15. febrúar var samþykkt að fara að velja í 5 efstu sætin á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum með netprófkjöri þann 7. mars. Auk þess verður jafnræði kynjanna tryggt í efstu sæti framboðslistans. Kjósendur velja 5 nöfn á kjörseðlinum og númera frá 1–5. Þegar talning atkvæða liggur fyrir skal tryggja jafnt kynjahlutfall í 1. og 2. sæti. Næst skal hugað að jafnréttisreglu Samfylkingarinnar um að hvort kyn skuli hafa að lágmarki 40% fulltrúa hvað varðar sæti 3-5.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.