Kjördæmismót í skólaskák

Kjördæmismót í skólaskák var haldið í Grunnskólanum á Blönduósi laugardaginn 1. maí s.l. þar sem keppendur frá tveimur skólum tóku þátt sem þykir heldur dræmt.

Grunnskólinn á Blönduósi sendi keppendur í yngri flokk og Húnavallaskóli sendi keppendur í bæði yngri og eldri flokk.  Sigurvegari í eldri flokki var Stefán Logi Grímsson, 10. bekk í Húnavallaskóla og sigurvegari í yngri flokki var Hilmar Logi Óskarsson, 5. bekk í Húnavallaskóla.  Með sigri áunnu drengirnir sér rétt til þátttöku á landsmóti í skólaskák sem verður haldið í Reykjavík dagana 6. til 9. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir