Keppt til úrslita í stærðfræði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.04.2009
kl. 08.48
Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni 9. bekkinga fer fram á Stærðfræðidegi FNV, í dag föstudaginn 17. apríl. Keppni lýkur kl. 14:00 og þá hefst dagskrá á sal skólans með tónlistaratriðum. Dagskránni lýkur með verðlaunaafhendingu um kl 14:30 en að venju verður fjöldi veglegra verðlauna.
Á meðan stærðfræðikeppnin fer fram verður kynning fyrir kennara á stærðfræðikennsluforritinu Autograph. Starfsbraut FNV mun standa fyrir kaffisölu á meðan dagskrá stendur.
Allir velkomnir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.