Kaupfélag Vestur Húnvetninga 100 ára
Í tilefni af 100 ára afmæli Kaupfélags Vestur-Húnvetninga mun félagið bjóða viðskiptavinum sínum og velunnurum til veislu í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudaginn 20. mars næstkomandi. Boðið verður uppá veglega kökuveislu, ásamt því að Lóuþrælarnir og Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur ætla að heiðra gesti með nærveru sinni.
Það er ekki á hverjum degi að fyrirtæki nái þeim merka áfanga að verða aldargamalt. Viðskiptavinir Kaupfélagsins í gegnum tíðina eiga miklar þakkir skildar fyrir að þessum merka áfanga er náð. Tryggð viðskiptavina við félagið og umfang daglegrar verslunar í heimabyggð eru helstu ástæður þess að fyrirtækið hefur dafnað vel þennan tíma, segir í tilkynningu frá afmælisbarninu.
Allir eru hvattir ungir sem aldnir til þess að koma og gæða sér á kræsingunum og halda uppá aldarafmæli Kaupfélagsins og skemmta sér.
Húsið opnar kl. 15:30 en dagskráin hefst kl. 16:00 og stendur til 18:00..
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.