Karlakórinn Heimir æfir í Húsi frítímans

Í tilefni af því að Karlakórinn Heimir mun gefa Húsi frítímans veglegt geisladiskasafn verður opin æfing hjá Karlakórnum Heimi í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. mars kl.20:00 í Húsi Frítímans. 

Við hvetjum alla til að nýta þetta tækifæri, hitta kórinn og skoða húsnæðið í leiðinni.  Það verður heitt á könnunni og við tökum vel á móti ykkur, segir í tilkynningu frá  starfsfólki Húss frítímans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir