Karlakór Bólstaðahlíðar í útrás
Húni greinir frá því að Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps heldur í söngför suður yfir heiðar um næstu helgi. Það er því um að gera fyrir okkar fólk fyrir sunnan að skella sér á gæða norðlenskan karlakór um helgina.
Föstudaginn 20. febrúar verður kórinn með söngskemmtun í Vinaminni á Akranesi kl. 20.30. Dagskrá kórsins er fjölbreytt þar sem boðið er upp á hefðbundin eldri kórlög ásamt ýmsu sem nýrra er og á þar ýmislegt að vera við sem flestra hæfi. Þá er á söngskránni einsöngur, tvísöngur og þrísöngur. Gamanmál verða í hléi.
Á laugardaginn syngur kórinn í Seljakirkju í Breiðholti ásamt Húnakórnum kl. 14.00. Síðdegis heldur kórinn ásamt Karlakór Kjalnesinga að Flúðum í boði Karlakórs Hreppamanna þar sem sameiginleg söngskemmtun kóranna þriggja verður kl. 20.30. Söngstjóri kórsins er Sveinn Árnason og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.