Karl hættir í pólitík

Karl V Mattíasson

BB segir frá því að Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi hefur ákveðið að hætta þingmennsku í vor. Karl bauð sig fram í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins fyrir stuttu en hafnaði í því fimmta og var færður upp í fjórða sæti vegna kynjakvóta.
 Þórður Már Jónsson, viðskiptalögfræðingur á Bifröst flyst að öllum líkindum í sæti Karls á listanum. Karl var varaþingmaður frá 1999-2000 og var kom inn á þing árið 2001-2003. Hann hefur verið alþingismaður hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi síðan 2007. Karl hefur setið í landbúnaðarnefnd, allsherjarnefnd, samgöngunefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, umhverfisnefnd og Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir