Kardimommubærinn frumsýndur á laugardaginn
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á laugardaginn barnaleikritið Kardimommubæinn eftir Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Þýðandi söngljóða er Kristján frá Djúpalæk og leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Leikhópinn skipa alls 55 manns. Því eru um að ræða mjög mannmargt verk og eru allir samhuga um að setja á svið glæsilega leiksýningu, eins og fram kemur í viðtali við leikstjóra í síðasta tölublaði Feykis. Alls hafa verið auglýstar átta sýningar, en sýningardaga má finna í viðburðadagatali feykis.is. Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst hálftíma fyrir hverja sýningu.
Sýningarplan er eftirfarandi:
Frumsýning laugardaginn 17. okt. kl. 16:00
2. sýning sunnudaginn 18. okt. kl. 14:00
3. sýning miðvikudaginn 21. okt. kl. 18:00
4. sýning föstudaginn 23. okt. kl. 18:00
5. sýning laugardaginn 24. okt. kl. 16:00
6. sýning sunnudaginn 25. okt. kl. 14:00
7. sýning þriðjudaginn 27. okt. kl. 18:00
Lokasýning miðvikudaginn 28. okt. kl. 18:00
Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mínútum fyrir sýningar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.