Kaffihlaðborð og basar til styrktar Dagdvöl aldraðra

Frá basarnum á vinnuvöku 2016. Mynd: Sigrún Heiða Pétursdóttir
Frá basarnum á vinnuvöku 2016. Mynd: Sigrún Heiða Pétursdóttir

Kaffihlaðborð og basar til styrktar Dagdvöl aldraðra í Skagafirði verður í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 13. mars frá kl. 15-17. Allur ágóði rennur til kaupa á rafmagnslyftustól eða annarskonar hvíldarstólum.

Kaffihlaðborðið kostar 1800 krónur en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Allskonar skemmtilegt handverk og matvörur verða á basarnum. Í tilkynningu frá kvenfélögunum í Skagafirði, Sambandi skagfirskra kvenna og vinnuvökunefnd eru allir hvattir til að styrkja gott málefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir