Kaffihlaðborð í Hamarsbúð

Kaffihlaðborð verður í Hamarsbúð á Vatnsnesi um Verslunarmannahelgina þar sem boðið verður upp á rjómapönnukökur og kakó ásamt margvíslegu góðgæti.

Opið verður frá klukkan 14:00 – 18:00 laugardaginn 31. júlí og sunnudaginn 1. ágúst. Á sama tíma og stað verður sýning á einstökum listmunum Maríu Jónsdóttur frá Hlíð á Vatnsnesi.

Húsfreyjurnar í Hamarsbúð bjóða alla velkomna í veislukaffi í fallegu umhverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir