Jónsmessuhátíð 17. og 18. júní
Hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi verður að þessu sinni haldið dagana 17.-18. júní. Að sögn Kristjáns Jónssonar, sem situr í Jónsmessunefnd, er undirbúningur í fullum gangi. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði og segir Kristján að fótboltaaðdáendur þurfi engu að kvíða því hægt verði að fylgjast með leik Íslands og Ungverjalands á EM í Höfðaborg.
„Eftir fótboltamótið vinsæla á laugardagsmorgninum verður hægt að fara í Höfðaborg og fylgjast með leiknum og þar verður eflaust góð stemning,“segir Kristján. Hann segir ennfremur að dagskrárliðir eins og Jónsmessuganga, kvöldvaka í Höfðaborg, tjaldamarkaður og barnaskemmtun verði á sínum stað. Á föstudagskvöldinu munu Halli og Þórunn leika fyrir dansi en hljómsveitin Spútnik á laugardagskvöldinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.