Jón Bjarnason stefnir á forystu áfram

Smugan segir frá því að aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi verður haldinn  í Búðardal  n.k. sunnudag, 22. febrúar. Á fundinum verður tilhögun framboðs og  kosningastarfið framundan ávkeðið. Ljóst er að Jón Bjarnson gefur kost á sér til að leiða listann áfram.

"Mikil gróska hefur verið í félagsstarfi vinstri grænna í kjördæminu og baráttuhugur er í fólki . Kjördæmi er svo stórt það nær að Siglufirði í norðri um Skagafjörð, Húnavatnssýslur um Strandir og alla Vestfirði , Dali, Snæfellsnes, Borgarfjörð, Akranes og allt   í botn Hvalfjarðar og mið Hvalfjarðargöngin,"  segir Jón við Smuguna.

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri á  Varmalandi í Borgarfirði  skipaði annað sæti VG í Norðvesturkjördæmi við síðustu Alþingiskosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir