Jólafönn í Sauðárkrókskirkju aflýst
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
14.12.2015
kl. 09.36
Swing Kompaníið, sem er á tónleikaferð undir yfirskriftinni Jólafönn, hefur aflýst tónleikum sínum í Sauðárkrókskirkju í kvöld.
Tónleikarnir sem bera yfirskriftina Jólafönn, og átti að halda í Sauðárkrókskirkju í kvöld, hefur verið aflýst. Að tónleikunum stóðu Swing Kompaníið, skipað þeim Gretu Salóme fiðluleikara og söngkonu, Unni Birnu Björnsdóttur fiðluleikari og söngkonu, Lilja Björk Runólfsdóttur söngkona, Gunnari Hilmarssyni gítarleikara, Leifi Gunnarssyni bassaleikara og Óskari Þormarssyni trommuleikara.
Swing Kompaníið er í jólatónleikaför um landið í desember og koma fram í kirkjum með kórum á hverjum stað. Hér er facebook-síða tónleikaferðarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.