Jens Elvar ekki spjaldalaus
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
02.02.2009
kl. 14.49
Sagt er frá því hér annars staðar á síðunni þar sem fjallað er um Jens Elvar nýráðinn þjálfara Hvatarmanna í fótbolta að hann væri afar prúður leikmaður með ekkert spjald á bakinu.
Blaðamanni tókst að hvítskúra manninn af öllum spjöldum og gerði það með miklum myndarbrag. Reyndin er sú að Jens Elvar hefur verið spjaldaður 68 sinnum frá því árið 2001, 62 gul og 6 rauð.
Hvort það teljist mikið eða fréttnæmt læt ég liggja milli hluta en spjaldalaus er hann ekki og leiðréttist það hér með
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.