Jarðvinna við rotþrær og siturbeð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.07.2010
kl. 13.21
Húnavatnshreppur auglýsir eftir tilboðum í jarðvinnu við rotþrær og siturbeð við íbúðarhús á lögbýlum í Vatnsdal og Þingi en þar er um jarðvinnu við allt að 10 rotþrær og 19 siturbeð að ræða.
Útboðsgögn eru til afhendingar á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum sem einnig gefur kost á að að fá útboðsgögn send í pósti, eða í tölvupósti.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum fimmtudaginn 12. ágúst 2010 kl. 15.00 og er áætlaður verktími frá miðjum ágúst til 15. október 2010.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.