Japanska í haust
Á næstu önn verður í boði byrjendaáfangi í japönsku hjá Fjölbrautarskólanum, jap 1036. Japanska er áttunda útbreiddasta tungumál veraldar og tæplega 130 milljónir manna hafa hana að móðurmáli.
Farið verður í helstu undirstöðuatriði japanskrar málfræði. Nemendur kynnast einnig japönsku ritmáli, þ.e.a.s kana og kanji. Áhersla verður m.a. lögð á að nemendur:
geti skilið einföld fyrirmæli kennarans á japönsku í kennslustofunni
geti skilið talað mál með einföldum orðaforða þegar talað er við hann hægt og skýrt um efni sem varðar daglegt líf hans og tekið hefur verið fyrir í áfanganum
geti áttað sig á meginefni í lengri texta sem skrifaður er á léttu máli þótt hann skilji ekki hvert einasta orð.
tileinki sér orðaforða til lesturs og ritunar einfaldra texta.
Áhugasamir geta skráð sig á skrifstofu skólans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.