Íþróttir í sólarhring
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
10.11.2023
kl. 09.50
Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir að 10. bekkur þreytir nú íþróttamaraþon í íþróttahúsinu. Löng hefð er fyrir þessu maraþoni og taka starfsmenn og foreldrar virkan þátt. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa allir nemendur skólans tekið þátt í leikjum og dansi með þeim. 10. árgangur keppti einnig á móti starfsmönnum í bandí og bauð starfsfólki upp í dans. M.a. sem þau ætla að gera í maraþoninu er að spila fótbolta, synda, hjóla á þrekhjóli, dansa, gera teygjur og margt fleira.
Krakkarnir byrjuðu í hádeginu í gær og klára í hádeginu í dag, þá verða þau búin að vera í íþróttum í sólarhring. Þetta er liður í fjáröflun krakkanna fyrir skólaferðarlaginu sem verður farið í vor.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.