Ístaðalaus próf á Hólum

Daníel Smárason og Gígja frá Lækjamóti

Vefur Hóla segir frá því að einbeitninguna hafi mátt sjá skína úr andlitum verðandi hestafræðinga og leiðbeinenda þegar þeir riðu ístaðalaust í prófi sl. fimmtudag.

Prófið er hluti af námskeiðinu Reiðmennska II sem Mette Mannseth kennir.  Í prófinu áttu nemendur meðal annars að sýna gangtegundirnar fet, brokk, tölt og stökk á mismunandi reiðleiðum, opinn sniðgang á tölti og lokaðan sniðgang á feti, allt án þess að nota ístöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir