Ismael Sidibé genginn í raðir Kormáks Hvatar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
02.01.2023
kl. 17.23
„Kormákur Hvöt hefur gengið frá samningum við fílbeinska/spánska sóknarmanninn Ismael Sidibé og mun hann leika í bleiku á komandi keppnistímabili,“ segir í tilkynningu á aðdáendasíða Kormáks í fótboltanum. Ismael hefur áður leikið í 3. deild á Íslandi, árið 2021 þegar hann kom á miðju sumri til Einherja á Vopnafirði og skoraði 10 mörk í 13 leikjum - þar af tvær þrennur.
„Það er ljóst að Kormákur Hvöt blæs til sóknar með þessari örvfættu viðbót og gaman verður að fylgjast með í sumar (sem er jú bara fjóra mánuði í burtu). Áfram gakk!“ segir í tilkynningunni og greinilegt að mikill hugur er í okkar mönnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.