Íslenska landnámshænan forvitnileg

Í síðasta mánuði voru liðin 2 ár síðan teljari var settur upp á heimasíðu Íslensku landnámshænunnar en hún hefur varnarþing sitt að Tjörn á Vatnsnesi. Síðan sjálf hefur verið aðgengileg í tvö ár en hún var opnuð 16.ágúst 2006. -Það hefur glatt mig virkilega mikið hvað fólk virðist kíkja oft hér inn á síðuna og vonandi hafið þið getað notfært ykkur upplýsingarnar sem hér eru og verða, skrifar Júlíus Már á síðuna.

-Við verðum að athuga hvað þetta er í raun og veru lítill hópur sem hefur áhuga á þessu málefni sem er að halda og rækta Landnámshænuna og einnig hvað heimasíðan takmarkast við eitt málefni sem ekki mikill fjöldi sýnir áhuga og skilning á. Því tel ég þetta mjög gott.

-Að vera búinn að fá 6.300 heimsóknir á tveimur árum er bara virkilega gott finnst mér og ég er mjög sáttur við það. Vona ég að heimasíðan og upplýsingarnar á henni komi að góðum notum og að svo verði áfram um ókomna tíð.

Það má taka fram að heimsóknirnar á vef Landnámshænunnar eru þegar þetta er skrifað orðnar 6693 samkvæmt teljaranum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir