Íslandsmótið í Vallarbogfimi
Íslandsmótið í Vallarbogfimi (field) IFAA verður haldið dagana 14.-16. ágúst næstkomandi. Mótið verður haldið í Litla skóg og nágrenni. Þessi mót eru frábrugðin ólympískri bogfimi að því leyti að þarna er skotið á mismunandi fjarlægðum úr mismunandi aðstæðum og á mismunandi skotmörk. 3d dýr, dýra pappírskotmörk og venjulegar skífur, og því meira krefjandi á skynjun á umhverfi.
Af þeim sökum þá er öll almenn umferð um Litla skóg og nágrenni takmörkuð/bönnuð í samráði við byggðaráð og lögreglu til að tryggja öryggi almennings og keppenda. En ef fólk vill verður hægt að fylgjast með með því að ganga inn stiginn frá heimavistinni. Aðrir inngangar verða lokaðir.
Fólk er vinsamlegast beðið að virða að.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.