Ísak Óli Íslandsmeistari í grindarhlaupi í fimmta sinn
Ísak Óli Traustason varð um sl. helgi Íslandsmeistari í 110 metra grindahlaupi þegar Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Reykjavík.
Þetta er í fimmta skiptið sem Ísak hreppir titilinn í greinninni en hann sigraði hana einnig árin 2017, 2018, 2019 og 2021. Hann var meiddur árin 2020 og 2022 og keppti því ekki þá.
Ísak varð einnig þriðji í langstökki og fimmti í kúluvarpi og er heillt yfir sáttur með árangurinn.
,,Ég varð síðan þriðji í langstökki með stökk upp á 6,84 metra en í of miklum meðvindi, kastaði lengsta kasti mínu á árinu í kúlu, 13.72 og fór síðan bara yfir byrjunarhæði í stöng (4,02 metrar) og tel mig eiga nokkuð inni þar, þarf að fínpússa tæknina þar fyrir íslandsmótið í tugþraut í lok ágúst. Heilt yfir er ég mjög sáttur með þetta og er á réttri leið," segir Ísak Óli í samtali við Feyki.
Aðrir keppendur úr Skagafirði gerðu einnig gott mót, Stefanía Hermannsdóttir lenti í þriðja sæti í spjótkasti kvenna, Gunnar Freyr Þórarinsson varð þriðji spjótkasti karla og Sveinbjörn Óli Svavarsson varð fjórði í 100 metra hlaupi karla.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.