Innanfélagsmót skíðadeildar um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.04.2009
kl. 14.25
Árlegt Innanfélagsmót Skíðadeildar Tindastóls verður haldið í Stólnum á morgun laugardag og byrjar klukkan 11. Auk heimamanna mun skíðafólk frá ÍR og Breiðablik keppa á mótinu.
Í vetur hafa 52 iðkendur æft skíði hjá Skíðadeild Tindastóls og hefur færi og veður verið eins og best verður á kostið þennan skíðaveturinn. Mikil aukning var á iðkendum á milli ára en yfirþjálfari er Gunnar Björn Rögnvaldsson en með honum starfa fjórir aðrir þjálfarar.
Um næstu helgi slá krakkarnir síðan botn í skíðaveturinn með ferð á Andrésar Andaleikana sem byrja að venju síðasta vetrardag. Munu 38 keppendur frá Tindastól mæta á leikana.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.