Ingólfur Arnarson sestur í helgan stein
Á vef fisk.is segir að Ingólfur Arnarson bátsmaður á Arnari HU1 hefur lagt pollabuxurnar á hilluna eftir áratuga starf á sjónum. Ingólfur byrjaði á sjó á Drangey SK1 árið 1986 þaðan fór hann yfir á Hegranesið og þá á Skagfirðing. Lengst af gegndi Ingólfur starfi bátsmanns á Málmey SK1 en eftir að henni var breytt í ísfisk árið 2014 hóf hann störf á Arnari HU1.
Að sögn Ingólfs er hann ánægður að hafa sloppið slysalaust frá ferlinum og segir hann mannskapinn sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafa sett svip sinn á öll þessi ár. Á döfinni hjá Ingólfi er að njóta lífsins.
Fisk Seafood þakkar Ingólfi fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn fyrirtækisins honum alls hins besta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.