Ingó sló í gegn í Árskóla

IMG_8780 Það var líf og fjör í Árskóla í morgun þegar Ingó ávalt kenndur við Veðurguðina heimsótti nemendur skólans. Var heimsóknin liður í ferð Ingós um landið þar sem hann heimsækir nemendur í grunnskólum og syngur fyrir þá nokkur lög.

Það er skemmst frá því að segja að nemendur og ekki síður kvenkynsstarfsmenn Árskóla tóku Ingó vel og skein aðdáun úr hverju andliti. -Þetta er rosalega skemmtilegt, við ætluðum upphaflega að fara í ferð um landið hljómsveitin en þar sem menntamálaráðuneytið treysti sér ekki til þess að taka þátt í verkefninu var það einfaldlega of dýrt. Það var því ákveðið að ég færi bara einn og skólarnir hafa verið að greiða því sem nemur ferðakostnaðnum, segir Ingó á milli þess sem hann gefur æstum aðdáendum eiginhandaráritanir.

Aðspurður segir Ingó að krakkarnir í Árskóla hafi verið sérstaklega líflegir tekið vel undir og merkilegt þótti honum að nemendur frá 1. og upp í 10. bekk að ógleymdum kennurunum kunnu texta hljómsveitarinnar orðrétt frá upphafi laga til enda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir